Engir ársreikningar fáanlegir

Langadalsá.

Engir ársreikningar eru til hjá embætti Ríkisskattstjóra fyrir veiðifélag Langadalsár og veiðifélag Laugardalsár sem báðar eru í Ísafjarðardjúpi. Þetta kemru fram í svörum frá embættinu við fyrirspurn Bæjarins besta. Því er ekki neinar upplýsingar að fá um tekjur og gjöld veiðifélaganna. Ástæðan er sú, samkvæmt svörunum, að veiðifélögin eru félagasamtök sem ekki eru skilaskyld til Ársreikningaskrár.

Veiðifélag Laugardalsár er skráð 1980 og veiðifélag Hvannadalsár/Langadalsár er skráð 1983.

DEILA