Dagur leikskólans á morgun

Sólborg Ísafirði.

Miðvikudaginn 6. febrúar nk. verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í tólfta sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Allir sem koma að málefnum leikskólans á einn eða annan hátt, eru hvattir til að halda degi leikskólans á lofti og fylgjast vel með starfsemi leikskólanna þennan dag.

Leikskólinn Sólborg Ísafirði

Börn og starfsfólk í Leikskólanum Sólborg ætlar að gera sér dagamun og vera með opið hús eða réttara sagt opinn garð kl 15.00, til að kynna það mikilvæga starf sem þar fer fram. Foreldrum og börnum verður boðið upp á ýmiss konar fjör eins og t.d. hópleiki, renna á hólnum, jógaæfingar í snjó og fl. Einnig verður boðið upp á útikakó og kringlur  Foreldrar og systkini eru hvött til þess að koma vel klædd og við hæfi og fagna þessum degi með útiveru.

Þessi tilkynning frá Sólborgu á einnig við um Leikskóladeildina á Tanga, þar sem einnig verður útikakó og leikri við Austurveg.

Að lokum segir:

Látum dag leikskólans verða okkur hvatning til jákvæðri umræðu um leikskólastarfið og frekari samstarfs milli heimili og leikskóla.

Verið velkomin

DEILA