Dagur kvenfélagskonunnar var í gær

1. febrúar er Dagur kvenfélagskonunnar. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, (1930) var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í 140 ár.  Það var enda löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu.

Lionsklúbbur Hólmavíkur lét ekki daginn framhjá sér fara og bauð kvenfélagskonum í Kvenfélaginu Glæðum á Hólmavik til kaffisamsætis i gærkvöldi.

Það var líka annað tilefni til þess að gera sér glaðan dag. Lionsklúbburinn var að flytja í nýtt húsnæði og hefur nú komið sér fyrir í flugstöðinni á Hólmavík. Samhliða ákváðu Lionsmenn að þakka kvenfélagskonunum fyrir afnotin sem þeir hafa haft  af kvenfélagshúsinu undanfarin ár.

Eins og sjá má af myndunum sem Ragnheiður Ingimundardóttir tók var fjölmenni bæði af Lionsmönnum og kvenfélagskonum og karlarnir buðu upp á veglegar veitingar! Þetta geta þeir á Hólmavík.

DEILA