Crossfit á Ísafirði í nýju húsnæði í dag föstudag

CrossFit Ísafjörður mun opna formlega í nýju glæsilegu húsnæði í dag,  föstudag.  Húsnæðið er staðsett þar sem gamla Dekkjaverkstæðið var að Sindragötu 14 og er verið að vinna hörðum höndum að því að klára aðstöðuna. Upphafið var þessu var í vor þegar Evert Víglundsson, yfirþjálfari og eigandi stærstu CrossFit stöðvar í heiminum, CrossFit Reykjavík, kom með námskeið til Ísafjarðar. Við æfðum saman í allt sumar og í haust fengum við stærri sal til þess að æfa í. Undir lok árs bauðst okkur svo draumahúsnæðið sem búið er að leggja hörðum höndum að því að gera klárt fyrir föstudaginn.

Það verða opnir timer frá 16-18 þar sem folk getur komið við og tekið æfingu dagsins sem mun henta öllum. Klukkan 19 verður svo formleg opnun stöðvarinnar og eru allir velkomnir.

Eigendur CrossFit Ísafjarðar eru Ingibjörg Elín Magnúsdóttir og Heba Dís Þrastardóttir.
Ingibjörg Elín Magnúsdóttir.
Heba Dís Þrastardóttir.

CrossFit fyrst og fremst fjölbreytt og skemmtilegt æfingakerfi, sem er með það markmið að auka lífsgæði og heilsu fólks og gerir okkur betur í stakk búin til þess að takast á við krefjandi verkefni bæði líkamlega og andlega.Æfingakerfið er gert með það í huga að allir geti teki þátt óháð reynslu eða færni og tileinki sér sportið sem lífstíl en ekki átak.

DEILA