Blaklið Vestra stóð í HK

Á laugardaginn mættustu blaklið Vestra á Ísafirði, sem leikur í 1. deildinni og HK í Kópavogi, en þeir eru í 2. sæti úrvalsdeildarinnar.  Leikurinn var liður í bikarkeppninni.

Tíðindamaður Bæjarins besta sagði að leikurinn hefði verið stórskemmtilegur , enda þó svo að úrvalsdeildarlið HK hafi farið með sigur af hólmi 3-0. Leikurinn var á hærra level en flestir okkar stráka eru vanir, en virkilega gaman að sjá hvað vantar lítið uppá á móti svona stóru liði. Vestramenn gerðu 16 – 18 stig í hverri hrinu á móti stigum HK.

Vel var mætt á áhorfendapallana og fengu okkar menn góðan stuðing.

DEILA