Arna Sigríður fékk ferðastyrk frá Kiwanis

Sigurður Bjarki Guðbjartsson afhendir Albert Óskarssyni gjafabréfið.

Kiwanisklúbburinn Básar og Jónssjóður ( sem stofnaður var til minningar um Jón Guðjónsson frá Veðrará í Önundarfirði) afhentu Örnu Sigríði Albertsdóttur í gærkvöldi styrk að upphæð kr 100.000 til þátttöku á Ólympíuleikum fatlaðra á næsta ári.

Afhendingin fór fram í Kiwanishúsinu á Ísafirði. Sigurður Bjarki Guðbjartsson, formaður Bása gerði grein fyrir gjöfinnu og faðir Örnu Sigríðar veitti henni viðtöku.  Fram kom í máli Alberts að Arna Sigríður æfði allt að fimm sinnum í viku og framundan væru á árinu a.m.k. fimm mót til þess að vinna að því að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikunum. Það væri kostnaðarsamt og styrkurinn kæmi sér afar vel og bar hann kærar þakkir til Kiwanis frá Örnu Sigríði.

 

DEILA