Tveir Ísfirðingar á Vetrarólympíuhátíð æskunnar

Framkvæmdastjór ÍSÍ hefur samþykkt að senda 13 keppendur á Vetrarólympíuhátíð æskunnar sem vrða haldnir 9.- 16. febrúar næstkomandi í Sarajevo í Bosníu Herzegóníu.

Keppnisgreinar á leikunum eru alpagreinar, skíðaskotfimi, skíðaganga, íshokkí, skautahlaup, listskautar, krulla og snjóbrettagreinar. Keppendur koma frá 46 Evrópuþjóðum og verða yfir eitt þúsund talsins.

Ólympíuhátíðin er sett með athöfn sem nær hámarki þegar Ólympíueldur er tendraður og hátíðinni lýkur með lokaathöfn og skemmtun. Hátíðin hefur verið mikilvæg fyrir ungt íþróttafólk álfunnar í gegnum tíðina. Margir af fyrri keppendum á hátíðinni hafa síðar náð alla leið á efsta getustigi í sínum greinum.

Af þrettán keppendum eru tveir frá Ísafirði. Það eru þeir Jakob Daníelsson og Kolfinna Íris Rúnarsdóttir sem keppa bæði í skíðagöngu. Þjálfari skíðagöngufólksins verður Tormod Vatten. Þriðji skíðagöngukeppandinn Egill Bjarni Gíslason, frá Akureyri, er reyndar tengdur Ísafirði en föðurfólk hans eru Ísfirðingar. Alls eru fjórir keppendur í skíðagöngu frá Íslandi.

DEILA