Skaginn3X styrkir barna- og unglingastarf aðildarfélaga HSV

Fyrirtækið Skaginn 3X hefur tilkynnt Héraðssambandi Vestfjarða um 1,5 milljóna króna styrk fyrir 2019. Frá þessu er greint á heimasíðu HSV. Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV var ánægð með styrkinn. Sagði hún að fyrirtækið hefði líka styrkt HSV myndarlega á síðasta ári.

Skaginn 3X eru í raun þrjú fyrirtæki Skaginn hf., Þorgeir & Ellert hf. og 3X Technology ehf.  og vilja þau stuðla að bættum gæðum og faglegri vinnu við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinga í heimabyggð.

Megin markmið styrks Skagans3X er að efla faglegt starf og gæði við þjálfun ungra iðkenda er keppa undir merkjum aðildarfélaga HSV. Horft er til allra aðildarfélaga HSV og bæði stúlkna og drengja. Stuðningurinn er fyrst og fremst ætlaður sem viðbót við núverandi barna- og unglingastarf og ekki ætlaður til frekari fjárfestinga innan íþróttahreyfingarinnar.

Að sögn Sigríðar Lára mun stjórn HSV nú auglýsa eftri umsóknum frá aðildarfélögum sambandsins og stefnt er að skiptingu fjárins milli þeirra í næsta mánuði.

 

DEILA