Sjötti ættliðurinn mætti í klippingu hjá Villa Valla

Villi Valli og fjórir ættliðir.

Í fyrradag  fór sonarsonur Heimis Tryggvasonar á Ísafirði og nafni hans, Heimir Snær í klippingu til Villa Valla. Þar með varð hann 6. ættliðurinn í beinan karllegg sem Villi Valli klippir. Villi Valli byrjaði að klippa árið 1950.

Heimir segir svo frá á facebook síðu sinni:
Þeir eru:
Langafi minn,hann Guðjón Kristjánsson (f.1880- d.1954), afi minn Guðmundur Guðjónsson (f.1910- d.1984), faðir minn Tryggvi Guðmundsson (f.1940-), Heimir Tryggvason (1963-), sonur minn Magnús Þór Heimisson (1984-) og svo sonarsonur minn hann Heimir Snær (f.2017-).

Bæjarins besta telur að hér sé um heimsmet að ræða, að einn og sami rakarinn hafi hendur í hári sex ættliða!

Villi Valli og Tryggvi Guðmundsson

DEILA