Reykhólar: Íhugar oddvitinn afsögn?

Ingimar Ingimarsson. oddviti Reykhólahrepps.

Ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhólahrepps hefur ekki svarað ítrekaðri fyrirspurn Bæjarins besta um framtíð sína í oddvitastóli.

Hann var spurður að því eftir að sveitarstjórn hafði samþykkt Þ-H leiðina hvort hann hyggðist halda áfram sem oddviti eftir niðurstöðu sveitarstjórnar í gær um leiðaval þar sem tillögu hans um R leið var hafnað?

Athyglisvert er að Ingimar hefur hvorki neitað því né játað fyrirspurninni og verður ekki annað ráðið af því, nú þegar meira en fjórir sólarhringir eru liðnir. en að afsögn sé til athugunar af hans hálfu.

Meirihluti sveitarstjórnar hafnaði ekki aðeins tillögu hans um R leiðina heldur felldi tillögu hans um að fresta ákvörðun um leiðaval og boða til íbúakosningar á vordögum. Er greinilega nokkur vandi fyrir oddvitann að leiða með trúverðugum hætti áfram  sveitarstjórnina í þessu máli, sem hefur yfirskyggt öll önnur mál á borði hreppsnefndarinnar.

DEILA