R leiðin kemur verst út í umferðaröryggi

Mynd úr skýrslu Vegagerðarinnar.

R leiðin kemur verst út af þeim kosturm sem bornir voru saman varðandi umferðaröryggi. Segir í niðurstöðum skýrslu umferðaröryggismat, sem kynnt var í gær, að „Þar sem leið R byggir að þriðjungi á að notast við núverandi veg, sem uppfyllir ekki kröfur um vegferla, 8 m vegbeidd og fláa, þá kemur leið R mun óhagstæðar út m.t.t. umferðaröryggis en hinir valkostirnir“.

Þeir sem unnu skýrsluna voru fulltrúar Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu og VSÓ ráðgjafar. Í vegalögum er það gert skylt að vegir uppfylli kröfur sem gerðar eru með tilliti til öryggis umferðar, ástands vega, merkinga og annarra þátta sem kveðið er á um í lögum þessum og ber veghaldari ábyrgð á því. Í þessu tilviku er Vegagerðin veghaldari.

Aðrir kostir sem voru skoðaðir voru jarðgangaleiðin D2, sem göngum í gegnum Hjallaháls, sem eru höfð ofar í hálsinum en fyrstu tillögur til þess að gera göngin styttri, R leiðin sem multuconsult lagði til með brú yfir Þorskafjörðinn utanverðan og svo útgáfu Vegagerðarinnar af þeirri leið sem heitir A3, en Vegagerðin telur óhjákvæmilegt að breyta R leiðinni að nokkru leyti. Loks var svo Þ-H leiðin með í öryggismatinu.

Leiðir A3 og Þ-H eru mjög sambærilegar m.t.t. umferðaröryggis og koma best út í samanburði þessara 4 leiða. Ókostur leiðar A3 (af þessum 2) er að hún er um 5 km lengri og lágbogar ekki nógu stórir.

Þegar leið D2 er borin saman við leiðir A3 og Þ-H þá kemur sú leið verr út, þá helst vegna hæðar í landi og langhalla, sem á köflum er töluvert mikill.

Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri sagði í gær í viðtali við Stöð 2 um R-leiðina : „Hún fellur á því sem við köllum umferðaröryggismat og er þar af leiðandi ekki leið sem við getum lagt til og er þar af leiðandi ekki fær gagnvart lögum í því formi.“

 

DEILA