Niðurskurður til Hafró: Áskorun til stjórnvalda

Fréttatilkynning:

Árangur sá er náðst hefur í fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum grundvallast á rannsóknum. Áþeirra myndu menn renna blint í sjóinn, íbókstaflegri merkingu. Margir stofnar við Ísland eru nýttir á sjálfbæran hátt. Stærri fiskistofnar leiða til þess að hægara verður að veiða fiskinn og veiðarnar verða umhverfisvænni. Víða um heim líta menn til reynslu Íslendinga af stjórn fiskveiða, sem byggst hefur ávísindalegri nálgun. Þar hefur Hafrannsóknarstofnun verið í forystu- og lykilhlutverki og Íslendingar ættu að vera stoltir af framlagi hennar. Að hlúa að stofnuninni er því bæði nauðsyn og skylda. 

Nú hafa verið boðuð verulega skert fjárframlög til Hafrannsóknarstofnunar. Það er óskiljanlegt að stjórnvöld hyggist draga svo máttinn úr stofnuninni að henni verðí raun meinað að sinna þeim grundvallarrannsóknum, sem sjósókn Íslendinga byggist á. Skerðing fjármuna vekur ekki síst furðí ljósi þess að íslenskur sjávarútvegur í heild sinni greiðir tugi milljarða til hins opinbera á ári hverju. Veiðigjaldið, eitt og sér, nam hátt í 11,5 milljörðum króna í fyrra. Lögum samkvæmt er gjaldinu, meðal annars, ætlað að standa undir kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu. Það er miður að löggjafinn fylgi ekki þeirri reglu sem hann sjálfur hefur sett.

Á sérstökum hátíðarfundi Alþingis í sumar var samþykkt tillaga til þingsályktunar um að láta smíða hafrannsóknarskip. Segir svo ígreinargerð með ályktuninni: Meginforsenda þess að Íslendingar geti tekist á við þær breytingar sem eiga sér nú stað á umhverfi hafsins og vistkerfi þess eru viðamiklar haf- og fiskirannsóknir, þ.m.t. reglulegar stofnmælingar á helstu nytjastofnum. Það er nauðsynlegt til að nýtingin sé sjálfbær og hún byggð á bestu fáanlegu þekkingu. Íslendingar þurfa að ráða yfir góðum og vel búnum rannsóknaskipum sem geta sinnt haf- og umhverfisrannsóknum, eru vel búin til bergmálsmælinga á uppsjávarstofnum, útbúin veiðarfærum til rannsókna á stofnum í upp-, mið– og botnsjó auk þess að geta rannsakað umhverfi með myndavélum og fjölgeislamæli.Þá eru rannsóknaskipin mikilvægur vettvangur kennslu og rannsókna fyrir háskólanema og til uppfræðslu á öðrum skólastigum. Undirþetta skal tekið.

Það er krafa þeirra er undir þessa áskorun rita að stjórnvöld endurskoði hið fyrsta fyrirhugaðan niðurskurð á fjárframlagi til Hafrannsóknarstofnunar. Sú ákvörðum er skammsýni. Það eru miklu meiri heildarhagsmunir fólgnir í því að styðja við og efla rannsóknir en að stefna þeim í voða. Þannig rísum við undir þeirri ábyrgð sem okkur er falin í umgengni við sjóinn.

Sjómannasamband Íslands

VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna

Félag skipstjórnarmanna

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi  

 

DEILA