Margir vegakaflar á undan Reykhólasveitarvegi

Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni.

Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni var inntur eftir svörum  Vegagerðarinnar við fullyrðingum Inngimars Ingimarssonar, oddvita Reykhólasveitar þess efnis að eftir öryggismatsúttektina yrði að uppfæra Reykhólasveitarveginn hvað sem líður vali á veglínu fyrir Vestfjarðaveg.

Svör Magnúsar Vals fara hér á eftir:

„Ingimar segir að Reykhólasveitarvegurinn hafi „fallið“ í öryggismatsskýrslunni og því verði alltaf að taka hann með í dæmið. Við segjum hins vegar að leið R standist ekki samanburð við leið Þ-H og hafi verulega minna umferðaröryggi í för með sér. Þar með er hún „fallin“ í samanburðinum og sveitarfélaginu því ekki heimilt að fara fram á að hún verði farin með vísan í 28. gr. vegalaga (80/2007).

Vissulega felast í því ákveðin samlegðaráhrif ef A3 leiðin er farin því þá uppfærist Reykhólasveitarvegurinn.

Vegagerðin hefur hins vegar sagt, og er þá horft til landsins alls, að það séu margir kaflar á þjóðvegakerfinu sem ættu að vera langt á undan Reykhólasveitarvegi í uppfærslu og að hann sé fullnægjandi fyrir þá umferð sem um hann fer. Höfum þó sagt að æskilegt væri að bæta hann á ákveðnum stöðum t.d. með uppsetningu leiðara.“

 

R leiðina þarf að kanna matsskyldu. Spurning hver niðurstaða Skipulagsstofnunar yrði.

DEILA