Lögbýlaskrá 2018 komin út

Þjóðskrá Íslands hefur gefið út lögbýlaskrá miðað við 31.12. 2018.

Lögbýlaskrá fyrir árið 2018 er komin út en skráin er gefin út árlega fyrir allt landið á grundvelli upplýsinga úr þinglýsingarbók og fasteignaskrá.

Í lögbýlaskránni sem nú hefur verið gefin út er að finna upplýsingar um rúmlega 6700 lögbýli sem skráð eru á landinu í dag. Á árinu bættust við 33 lögbýli og 9 voru afskráð.

Finna á lista yfir sérhvert lögbýli, þar á meðal á Vestfjörðum með lista yfir eigendur og ábúendur. Skráin er alls 666 blaðsíður.

Til fróðleiks er birt hér skrá yfir eigendur eyðibýlisins Teigsskógur við Þorskafjörð, sem er örugglega orðið þekktasta lögbýli á Vestfjörðum og þótt víðar væri leitað.

DEILA