Landvernd: Umhverfisráðuneytið stærsti styrktaraðilinn

Umhverfisráðuneytið er langstærsti styrktaraðili Landverndar. Þetta kemur fram í ársreikningi samtakanna fyrir 2017.  Heildartekjur Landverndar voru það ár um 117 milljónir króna. Árgjöld eru bókfærð 38 milljónir króna. Af þeim 79 milljónum króna sem aðrar tekjur námu voru 72 milljónir færðar sem styrkir og verkefnatengdar greiðslur og styrkir.

Hæsta einstaka greiðslan var frá WOW air 17 milljónir króna, sem er afrakstur söfnunar flugfélagsins meðal flugfarþega auk framlags frá flugfélaginu sjálfu. Hins vegar eru opinber ráðuneyti drýgst við að styrkja Landvernd. Aðallega eru Umhverfisráðuneytið en Menntamálaráðuneytið kemur að einu verkefninu, Grænfánanum. Umhverfisráðuneytið veiti 5,1 milljóna króna beinan rekstrarstyrk. Auk hans eru styrkir tengir Bláfánanum, Grænfánanum, Care og loftslagsverkefni samtals 20 milljónir króna. Þá eru styrkir frá Reykjavíkurborg og norrænu ráðherranefndinni.

Hjá Landvernd störfuðu að meðaltali 7,4 starfsmenn í 5 stöðugildum á árinu 2017. Kostnaður við stjórn og skrifstofu nam 28 milljónum króna.

Í ársreikningnum kemur fram að á árinu 2016 hafi hafist átak við öflum nýrra styrktaraðila með góðum árangri. Jukust árgjöldin um 19 milljónir króna á árinu 2016 frá fyrra ári og jukust enn um 7 milljónir króna á árinu 2017.

DEILA