Lægra íshlutfall hjá Odda hf undir eftirliti

Fiskistofa birtir á heimasíðu sinni niðurstöður vigtana m.t.t. íshlutfalls hjá þeim vigtunarleyfishöfum þar sem veiðieftirlitsmenn Fiskistofu hafa viðhaft eftirlit með endurvigtun á tímabilinu 1. nóvember til 31. desember 2018.

Af 22 mælingum voru 4 á Vestfjörðum. Tvær þeirra voru hjá Odda hf á Patreksfirði. Mun lægra íshlutfall var í afla þegar Fiskistofa hafði eftirlit með lönduninni en meðaltalsíshlutfallið er fyrir viðkomandi skip. Ein mælingin varðaði Hraðfrystihúsið Gunnvör hf og þar var því öfugt farið. Íshlutfallið var hærra við löndun þegar Fiskistofa fylgdist með en nemur meðaltalsíshlutfallinu. Sama var upp á tenginum hjá Fiskmarkaði Vestfjarða ehf í Bolungavík.

 

 

DEILA