Kómedíuleikhúsið fær ekki styrk – íhugar að hætta

Kómedíuleikhúsið fékk synjun á umsókn sinni um styrk til atvinnuleikhópa. Eflar Logi hannesson greindi frá þessu fyrr í dag. Kómedíuleikhúsið er eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum og hefur aðeins einu sinni fengið styrk og það var árið 2002. leikhúsið hefur sett upp yfir 40 sýningar.

Þá facebook síðu Kómedíuleikhússins  er þessum tíðindum tekið  með sárum vonbrigðum og þar segir:

„Við erum sár. Enn einu sinni hafnar Leiklistarráð Kómedíuleikhúsinu. Aðeins einu sinni höfum við fengið styrk úr þeim sjóði og það var árið 2002. Það er greinilegt að Leiklistarráði finnst ekkert merkilegt að við séum eina atvinnuleikhús Vestfjarða að við höfum sett upp yfir 40 sýningar. Þetta kemur þó ekki mikið á óvart því Menningarráðuneytið hefur engan áhuga sýnt starfsemi þessa eina atvinnuleikhús Vestfjarða. Þó við séum þrjósk þá er þessi höfnun farin að bíta fast og við veltum því mjög alvarlega fyrir okkur að hætta starfsemi. Þetta svar sýnir enn og aftur hug hins opinbera til landsbyggðar á öllum sviðum.“

Elfar Logi Hannesson bætir svo við að hann reikni með því að starfseminni verði hætt:

„Reikna frekar með því en ekki að við hættum starfsemi eftir þetta leikár enda er það greinilega vilji hins opinbera – atvinnuleiklist á landsbyggð, viljum ekki sjá það.“

Fyrir ári síðan, í janúar 2018, úthlutaði Mennta- og mennningarmálaráðherra , að fenginni tillögu leiklistarráðs  17 styrkjum að upphæð 96 milljónir króna.

DEILA