Ísafjörður: lagt til að niðurgreiðsla hækki í 54.000 kr.

Leikskólinn Eyrarskjól.

Á fundi fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar þann 10. janúar var lagt fram minnisblað um niðurgreiðslur og styrki til dagforeldra í átta sveitarfélögum. Þar kemur fram að niðurgreiðslurnar eru langlægstar í Ísafjarðarbæ 36.224 kr fyrir fyrsta barn og 144.896 kr fyrir fjögur börn.

Í Bolungavík eru niðurgreiðslurnar 48%hærri, 53.560 kr með fyrsta barni og 214.240 kr fyrri fjögur börn. Hæstar eru niðurgreiðslurnar í Mosfellsbæ af þessu 8 sveitarfélögum. Þar er niðurgreiðslan 82.280 kr með fyrsta barni og 329.120 kr með fjórum börnum.

Athugunin er tilkomin vegna funda í haust með foreldrum til þess að finna lausn á dagvistarmálum barna fæddum 2017 og 2018.

Fræðslunefndin leggur til við bæjarstjórn að niðurgreiðslan hækki upp í 54.000 með hverju barni miðað við 8 klst. vistun.

Tillagan bíður nú afgreiðslu bæjarstjórnar.

Úr minnisblaði sem lagt var fram á fundi fræðslunefndar.

 

DEILA