HSV auglýsir eftir styrkumsóknum

Í framhaldi af styrk frá Skaganum 3X hefur Héraðssamband Vestfirðinga auglýst eftir umsóknum um styrki. Annars vegar er auglýst eftir umsóknum í Styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélginu. Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ og Súðavík til hagsbóta. Umsóknarfrestur er til 18. janúar.

Hins vegar er auglýst eftir umsóknum um styrki í afrekssjóð HSV. Þar eru tvær leiðir til þess að sækja um.  Annars vegar fyrir unga og efnilega íþróttamenn verður hægt að sækja um að gera samning við sjóðinn til 1-3 ára.

Hins vegar geta einstök félög sótt um fyrir sína iðkendur í gegnum aðgang sinn. Umsóknarfrestur í afrekssjóðinn er til 25. janúar.

Frekari upplýsingar er að finna á síðu HSV  hsv.is. 

DEILA