Halla Signý: mest sátt um : Þ-H leiðina

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþm.

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar grein á bb.is og hvetur sveitarstjórn  Reykhólahrepps til þess að sýna ábyrgð með Vestfirðingum og byggja fjórðunginn upp til framtíðar.

Í greininni bendir Halla Signý að Vestfirðingar hafi sýnt þrautsegju og beðið lengi eftir því að koma Vestfjarðavegi til annarrar kynslóðar og að það sé

„því mikil ábyrgð eins sveitarfélags í flóru Vestfjarðasveitarfélaga að setja þá langþráðu ákvörðun frá stjórnvöldum í uppnám með þvergirðingshætti sínum um leiðarval.“

Um Þ-H leiðina segir Halla Signý Kristjánsdóttir að mest sátt sé um hana, hún sé hagkvæmust  og að hún sé komin næst framkvæmdastigi.

Greinina má finna á síðunni undir aðsendar greinar.

DEILA