Landsbjörg var að senda frá sér fréttatilkynningu vegna óveðursins sem geysar um norðanvert landið:
Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var kölluð út fyrir stund vegna þaks sem er að fjúka af húsi einu í byggðarlaginu.
Björgunarsveitarfólk í Dagrenningu var einnig kallað út fyrr í dag þegar heilt garðhýsi tókst á loft og fauk á íbúðarhús. Tókst björgunarfólki að festa húsið skjótt.
Eru þetta einu útköllin sem björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa farið í það sem af er í dag.
Uppfært 21:37.
Veðrið virðst vera að ganga niður á Hólmavík segir í tilkynningu frá Landsbjörg og engin verkefni sem þar bíða. Hins vegar er veðrið vægast sagt snarvitlaust í Eyjafirði og þar hefur björgunarsveitin á Akueyri, Súlur, verið kölluð út.