Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað fulltrúa í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Formaður nefndarinnar er Guðný Sverrisdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Grýtubakkahreppi, sem skipuð er án tilnefningar og varaformaður með sama hætti er Sigtryggur Magnason aðstoðarmaður ráðherra. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tilnefnt sex fulltrúa til setu í nefndinni og jafn marga til vara.
Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga í ráðgjafarnefndina eru:
- Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar
- Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ
- Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ
- Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs í Sveitarfélaginu Skagafirði
- Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar
- Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
- Hlutverk ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að gera tillögur til ráðherra um úthlutanir einstakra framlaga úr sjóðnum annarra en bundinna framlaga. Nefndin er skipuð til fjögurra ára frá og með 1. janúar 2019.