Bolungavík: a.m.k. 730 milljónir frá sama útgerðaraðila

Jón Þorgeir Einarsson, endurskoðandi.

Athygli hefur vakið að framtaldar fjármagnstekjur í Bolungavík árið 2017 námu liðlega 1 milljarði króna samkvæmt upplýsingum sem aðgengilegar eru á vef Hagstofu Íslands. Það veldur því að meðalfjármagnstekjur pr. framteljanda í sveitarfélagi var 1.570 þúsund krónur. Í skattskrá fyrir tekjuárið 2017 sem lá frammi síðastliðið sumar kom fram að um 830 milljóna króna fjármagsntekjur voru framtaldar hjá fimm einstaklingum.

Guðmundur Einarsson, útgerðarmaður, greiddi 73 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt, sem þýðir að framtaldar fjármagnstekjur hafa væntanlega verið 365 milljónir króna. Bróðir hans Jón Þorgeir Einarsson, endurskoðandi, sem einnig er umsvifamikill í útgerð með bróður sínum, greiddi 54 milljónir króna í fjármagstekjuskatt og synir hans tveir greiddu samtals 16 milljónir í fjármagnstekjuskatt. Samtals greiddu þeir feðgar 72 milljónir króna. Framtaldar fjármagnstekjur þeirra nema því einnig um 365 milljónum króna. Alls gera þetta 730 milljónir króna í fjármagnstekjur hjá þeim bræðrum. Að öllum líkindum eru að ræða sölu á kvóta beint eða óbeint.  Þá kemur fram í skattskrám að Jón Guðbjartsson, útgerðarmaður greiddi 19,3 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt fyrir árið 2017 sem gerir um 96,5 milljónir króna í fjármagnstekjur.

Fjármagnstekjur í Bolungavík 2017 að frátöldum þessum fimm einstaklingum eru um 180 milljónir króna sem gerir um 273 þúsund krónum að meðaltali á framteljanda. Það er um 5/6 lægra en meðaltalið 1.570 þús kr. sem tölur Hagstofunnar gefa til kynna.

DEILA