Framteljendur í Bolungavík töldu fram 1 milljarð króna í fjármagnstekjur árið 2017 samkvæmt því sem fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Unnið er upp úr skattframtölum.
Að meðaltali voru fjármagnstekjur 1.540 þús krónur á hvern framteljanda. Það er langsamlegasta hæstu meðaltekjurnar á Vestfjörðum og tvöfalt hærra en var í því sveitarfélagi sem næst kom. Það er Árneshreppur þar sem meðalfjármagnstekjur voru 749 þúsund krónur og samtals 28 milljónir króna þar sem framteljendur voru 37 talsins.
Í þriðja sæti voru meðalfjármagsntekjurnar í Reykhólahreppi. Þar var meðaltalið fyrir 2017 548 þúsund krónur em gera 97 milljónir króna í framtaldar fjármagnstekjur.
Bolungavík er með sjöunda hæsta meðaltalið yfir sveitarfélög landsins. Langhæstar voru meðafjármagnstekjurnar í Grundarfirði. Það voru þær hvorki meira né minna en 10.066 þús krónur pr. framteljanda. Alls var því fjárhæðin í Grundarfirði 6.422 milljónir króna. Næsthæstar voru meðalfjármagsntekjurnar í Dalabyggð 3.045 þús króna á hvern framteljanda, Borgarfjörður eystri 2.131 þús. kr, Hornafjörður 2.045 þús kr., Eyja- og Miklholtshreppur með 1.841 þús kr´og í sjötta sæti var Mýrdalshreppur með 1.654 þús kr.
Bolungavík var hærri að þessu leyti en sérhvert sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu. Þar voru meðalfjármagnstekjur pr. íbúa hæstar á Seltjarnarnesi 1.403 þús kr og næst kom Garðabær með 1.295 þúsund kr. Í Reykjavík voru þessar meðaltekjur „aðeins“ 605 þús. kr.
Árið 2017: | |||
Vestfirðir | fjármagnstekjur | fjöldi | Framtaldar fjár- |
sveitarfélag | pr. Framteljanda | framteljenda | magnstekjur mkr. |
Bolungarvík | 1.570 | 644 | 1.011 |
Ísafjarðarbær | 326 | 2588 | 844 |
Reykhólahreppur | 548 | 177 | 97 |
Tálknafjarðarhreppur | 155 | 158 | 24 |
Vesturbyggð | 253 | 696 | 176 |
Súðavíkurhreppur | 382 | 124 | 47 |
Árneshreppur | 749 | 37 | 28 |
Kaldrananeshreppur | 273 | 81 | 22 |
Strandabyggð | 312 | 340 | 106 |
Samtals | 486 | 4845 | 2.356 |
Upplýsingar:Hagstofa Íslands. |