Í könnun Gallup fyrir Vestfjarðastofu voru þátttakendur beðnir um að nefna þrennt sem þeim dytti fyrst í hug þegar þeir heyrði minnst á Vestfirði.
Vondir vegir eða erfiðar samgöngur var efst á blaði, síðan kom Ísafjörður og í þriðja sæti var náttúrufegurð. Það atriði sem fyrst var nefnt fékk stuðulinn 1, annað atriðið fékk 2/3 og þriðja atriðið fékk 1/3 og síðan var reiknað saman fyrir öll þrjú sætin.
Oftast nefnt í fyrsta sætið var Ísafjörður með 17,7% og síðan vondir vegir með 11,1%.
Langoftast nefnt í annað sætið voru erfiðar samgöngur og þær voru líka oftast nefndar í þriðja sæti.
Spurningin var: Nefndu þrjú atriði sem þér dettur fyrst í hug þegar þú heyrir minnst á Vestfirði. 822 voru spurðir og 720 tóku afstöðu.