Tekjur hafnarsjóðs Ísafjarðar hafa þrefaldast

Tekjur hafarsjóðs Ísafjarðarbæjar hafa þrefaldast frá 2011 til 2019. Tekjurnar voru um 110 milljónir króna árið 2011 en eru áætlaðar 340 milljónir á næsta ári. Rekstrarafgangur fimmfaldast á þessum tíma. Afgangurin var um 30 milljónir króna 2011 en verða um 150 milljónir króna gangi fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir 2019 eftir. Mestu munar um tekjur af erlendum aðilum. Þær verða um 150 milljónir króna á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætluninni en voru um 20 milljónir króna 2011.

Gert er ráð fyrir enn frekari fjölgun skemmtiferðaskipa á árinu 2019 og að þau verði um 130 talsins, sem enn mun styrkja afkomu Hafnarsjóðs. Á árinu 2018 komu alls 105 skemmtiferðaskip til Ísafjarðar af 110 bókuðum skipakomum. Það er mesti fjöldi sem komið hefur til Ísafjarðar.

DEILA