Tálknafjörður: lítið svigrúm til fjárfestinga

Tálknafjörður.

Fjárhagsáætlun 2019 Tálknafjarðarhrepps var samþykkt í síðustu viku. Í greinargerð segir að lítið svigrúm sé til fjárfestinga.

Gert ráð fyrir að sveitarfélagið taki yfir rekstur skólanna fra Hjallastefnunni og  í rekstraráætlun er gert ráð fyrir 7.000.000 framlagi til uppbyggingar á nýrri skólastefnu og skipulagi skólans.

Til sundlaugar er varið 2 milljónum króna vegna endurbóta á lagnakerfi , sem „hefur um árabil verið tifandi tímasprengja“ eins og segir í greinargrðinni.  Verkefnið hefur ekki verið hannað eða kostnaðarmetið en teknar eru frá 2.000.000 til framkvæmdarinnar.

Um fráveitur segir:

„Neyðarástand ríkir í fráveitumálum og brýnt að bregðast við. Byggingar-. skipulags, og umhverfisnefnd, ásamt byggingarfulltrúa og fulltrúum úr sveitarstjórn hafa í grófum dráttum lagt fram lausn sem vinna þarf áfram. Í fjárhagsáætlun eru teknar frá 12.000.000 í fyrsta áfanga en vilji sveitarstjórnar stendur þó til að ljúka allri framkvæmdinni á árinu 2019, fáist til þess fjármagn.“

Loks er gert er ráð fyrir 2.000.000 til að ljúka flutningi slökkvistöðvarinnar.

DEILA