Skötuveisla hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar

Í dag býður Björgunarfélag Ísafjarðar upp á skötuveislu eins og mörg undanfarin ár. Ekkert kostar í veisluna en tekið er við frjálsum framlögum. Guðjón Jónsson  sagði við blaðamann bb.is að búist væri við um 250 manns.

Vel tókst til með verkun og matreiðslu skötunnar og kunnu fyrstu gestir vel að meta matföngin, en blaðamaður var snemma á ferðinni og áður en gesti fór að drífa að.

DEILA