MMR hefur kannað vinsældir íslensku jólasveinanna. Könnunin var framkvæmd dagana 5. til 11. desember 2018 og var heildarfjöldi svarenda 975 einstaklingar, 18 ára og eldri.
Helstu niðurstöður:
Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn fjórða árið í röð með 29% tilnefninga.
Vinsældir Stúfs féllu á milli ára en hann situr enn í öðru sætinu, fjórum prósentustigum á eftir Kertasníki.
Hurðaskellir var líkt og fyrri ár í þriðja sæti með 13% tilnefninga.
Kertasníkir reyndist vinsælasti jólasveinninn á meðal kvenna en heil 39% kvenna héldu sérstaklega upp á hann, samanborið við 19% karla.
Stúfur reyndist hlutskarpastur á meðal karla en 22% þeirra nefndu hann sem sinn uppáhalds jólasvein, samanborið við 27% kvenna.