Kvarta yfir fiskeldisleyfunum til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA)

Frá fundi í landssambandi veiðifélaga.

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands, Nátt­úru­vernd­ar­fé­lagið Lax­inn lifi, Vernd­ar­sjóður villtra laxa­stofna (NASF), um­hverf­is­sjóður­inn Icelandic Wild­li­fe Fund, Lands­sam­band veiðifé­laga og Stanga­veiðifé­lag Reykja­vík­ur, hafa ásamt sex eig­end­um laxveiðirétt­ar sent kvört­un til Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA (ESA) vegna ný­legr­ar skyndilaga­breyt­ing­ar á lög­um um fisk­eldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands.

bb.is hefur ekki borist tilkynningin þrátt fyrir óskir þar um. Fréttir um kvörtunina hafa birst á RUV og mbl.is.

Útdráttur er birtur á vef landssambands veiðifélaga. Þar segir að kærendur telji „að með lögunum sé kæruréttur tekinn af almenningi og þannig brotið á EES samningi, þá sé gengið framhjá rétti umhverfissamtaka og almenningi til að koma að ákvörðunum sem varða umhverfið þegar bráðabirgðaleyfi voru veitt.“ Þá segir að 15 þúsund manns standi að baki kvörtunum þegar tekið er tillit til þess að Landvernd hafi þegar sent sams konar erindi til ESA. Loks kemur fram á vef landssambands veiðifélaga að „Í tillkynningu frá hópnum kemur fram að hann undirbúi jafnframt kvörtun til eftirlitsnefndar með framkvæmd Árósarsamningsins, þá fyrstu frá Íslandi. Hópurinn telji að stjórnvöld meti lítils lýðræðislegt hlutverk umhverfisverndarsamtaka og skuldbindingar sínar gagnvart grundvallarstoðum Árósarsamningsins.“

DEILA