Kjúlla-eggjanúðlur með ostasósu

Almar Elí Arason á Patreksfirði á uppskrift vikunnar.

Einn pakki kjúklingabringur, einn pakki eggjanúðlur (ég nota alltaf frá blue dragon) Einn pakki beikon, 1 paprika, 1 rauðlaukur, 1 pakki sveppir,

Ostasósa: Einn peli af rjóma, 1 piparostur, 1 mexikóostur.

Aðferð: Byrja á því að skera niður allt grænmetið og steiki það á lágum hita uppúr smjöri. Skeri beikonið í bita skeiki það á pönnu og blanda því svo við grænmeti á þeirri pönnu. Sker svo kjúllann í bita, steiki hann og set salt og pipar og blanda honum svo við grænmetið og beikonið. Set svo eggjanúðlurnar í sjóðandi vatn og læt þær sjóða í 4-5 mín.

Ostasósan: Sker pipar- og mexikóostinn í litla kubba set þá í pott með smá vatni í bræði ostinn alveg set svo rjóman úti, fæ suðuna upp og slekk þá undir pottinum.

Ég ætla að skora á hann Áskel Magnússon skipstjóra að koma með næstu uppskrift.

Almar Elí Arason

DEILA