Einar Mikael töframaður verður með nýja jólasýningu í Edinborg á Ísafirði föstudaginn 14 desember klukkan 19:30.
Einar Mikael töframaður hefur notið vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar. Einar leyfir áhorfendum að taka virkan þátt í sýningunni og velur hann oftar en ekki unga áhorfendur úr sal til að aðstoða hann í töfrabrögðunum nú er um að gera að nýta tækifærið og sjá Einar Mikael með öll sín bestu atriði í síðasta sinn ásamt því verður leynigestur með Einari.