Jólahefðir

Janina og fjölskylda.

Ég  fékk áskorun frá Sigþrúði um að skrifa um mínar jólahefðir , það fekk mig til að hugsa um hvernig

Jólin voru hjá okkur i Póllandi og hvernig jólin eru hjá mér núna.

Ég er alin upp á litlum sveitabæ rétt fyrir utan Gdansk nánar tiltekið Brzeziny sem er litið þorp sem samnstendur af nokkrum sveitabæjum.

Í byrjun desember fórum við systkinin með pabba úti skóginn sem var rétt við bæinn og valið jólatré sem var svo dregið heim að bæ og það látið bíða þangað til nær jólum. Fyrir aðfangadag var allt húsið þrifið hátt og lágt og allir búnir að aðstoða við að baka og elda ,jólatréið skreytt með allskonar skrauti ,eplum og nammi. Mikið var eldað fyrir hatíðirnar svo ekki þurfti að elda á meðan þeim stóð. Á aðfangadag voru allar kamínur settar i gang í húsinu svo notalegt væri,lagt var a borð og alltaf var sett auka diskur fyrir ferðalanginn. Ekki mátti byrja að borða fyrr en 1 stjarnan sást a himni a boðstólnum a aðfangadag var rauðrófusúpa, krokket ( pönnukaka með súrkali og sveppum steikt i raspi) og steiktur fiskur og kartoflur ,eftir matinn vorunsungnir jolasöngvar og pakkarnir opnaðir sem voru allir frá jólasveininum svo var kvöldið endað a þvi að fara i messu a miðnætti.

Ég er mikið jólabarn og finnst rosalega gaman að skreyta ,baka og eld fyrir jólin. Ég blanda saman pólsku og íslensku hefðunum yfir jólin við höfum farið til tengdaforeldra minna á aðfangadag en núna ættlum við að vera heima og halda pólsk íslensk jól.

Ef það verður ennþá i gangi Ég skora á Guðrún Jónsdóttur í Hnifsdal.

Með jóla kveðju Janina Magdalena Kryszewska með Fjölskyldu

DEILA