Jólafjör Dýrfirðingafélagsins í Reykjavík

Á laugardaginn stóð Dýrfirðingafélagið fyrir jólafjöri í Reykjavík. Hittust Dýrfirðingarnir  í Gufunesinu, á svæðinu bak við gamla Gufunesbæinn og við Frístundamiðstöð Grafarvogs, laugardaginn 8. desember og nutu útiverunnar, léku sér, sungu og leituðu að jólasveininum. Boðað var upp á heitt kakó og piparkökur til hressingar.

Á síðu félagsins segir: Mjög góð mæting af öfum, ömmum, pöbbum, mömmum og yndislegum börnum, sennilega um 50 manns. Erum strax farin að hlakka til næstu samveru í Gufunesinu. Kærar þakkir fyrir samveruna öll sömul og njótið aðventunnar.

Myndir af síðu Dýrfirðingafélagsins.

DEILA