Ísafjörður: Elmar Atli Garðarson íþróttamaður ársins 2018

Frá afhendingu verðlauna í dag. Myndir: Marzellíus Sveinbjörnsson.

Í dag var Elmar Atli Garðarsson frá knattspyrnudeild Vestra útnefndur íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2018. Hugi Hallgrímsson var valinn efnilegasti íþróttamaðurinn auk þess sem Skotíþróttafélag Ísafjarðar fékk hvatningarverðlaun.

Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar stóð fyrir valinu. Formaður nefndarinnar er Elísabet Samúelsdóttir.

DEILA