Fimmtán milljarðar króna í framlög vegna fatlaðra

Jöfnunarsjóður mun greiða 14.970 milljónir króna vegna málefna fatlaðra á þessu ári.

Hæstu framlögin eru til Reykjavíkur 5.174 milljónir króna. Þá eru 1.555 milljónir króna til Akureyrar og nágrennis. Til Hafnarfjarðar fara 1.403 milljónir króna. Á landsbyggðinni utan Akureyrar eru langhæst framlög til Suðurlands eða 1.274 milljónir króna og að auki 97 milljónir króna til Vestmannaeyja.

framlög til Vestfjarða eru 373 milljónir króna.  Útgjaldaþörfin er talin 438 milljónir og frá þeirri upphæð er dregnar áætlaðar 68 milljóna útsvarstekjur. Leiðrétting frá fyrri tíma er svo 3,5 milljónir króna.

DEILA