Ekki gert ráð fyrir fjármagni í vestfirsku jarðgöngin

Jónas Guðmundsson, sýslumaður er fyrirsvarsmaður Samgöngufélagsins.

Samgöngufélagið á Ísafirði gerir athugasemd við samgönguáætlun 2019-24, sem er til meðferðar á Alþingi. Lítur athugasemdin að því að ekki er gert ráð fyrir fé til þess að koma á útvarpssendingum í sex eldri jarðgöngum, þar á meðal Vestfjarðagöngum og Bolungavíkurgöngum. Nemur áætlaður kostnaður um 150 milljónum króna.  Bendir Samgöngufélagið á að í nýjum veggöngum , Dýrafjarðargöngum og Vaðlaheiðargöngum sé gert ráð fyrir að koma upp nauðsynlegum búnaði. Þá sé slíkt lögskyld í öllum veggöngum í Noregi og Færeyjum. Það þeví leyti séu íslendingar eftirbátar annarra landa.

Útvarpsendingar nást í Bolungavíkurgöngum , en það var Samgöngufélagið sem fjármagnaði þá framkvæmd og miðað við samgönguáætlunina er ekki gert ráð fyrir að endurgreiða Samgöngufélaginu kostnaðinn á áætlunartímabilinu.

Sjá má töflu sem var í umsögninni hér og hluta texta sem fylgdi henni.

Í töflunni hér þar sem göngin eru talin réttsælis um landið eru tilgreind þau veggöng sem nú eru í notkun eða verða innan tveggja ára, meðaldagsumferð árin 2016 og 2017 og gróflega áætlaður kostnaður við uppsetningu búnaðar til útsendinga útvarps. Gráar línur tiltaka göng þar sem búnaður til útsendinga útvarps er til staðar eða ákveðið hefur verið að verði settur þar upp. 

DEILA