Vestfirðir: atvinnutekjur eftir atvinnugreinum

Byggðastofnun flokkar atvinnutekjur eftir einstökum atvinnugreinum í skýrslu sinni um atvinnutekjur 2008-2017. Eins sjá má á myndum sem fylgja skýrslunni voru fiskveiðar langmikilvægasta atvinnugreinin á Vestfjörðum árið 2008 en 2017 eru tekjur af fiskveiðum orðnar minni en tekjur af fiskvinnslu. Opinber stjórnsýsla hefur líka dregist mjög mikið saman.Atvinnutekjurnar minnka þar úr 3.010 milljónum króna í 2.430 milljónir króna. Þetta er um þriðjungssamdráttur að magni til. Mannvirkjagerð hefur líka dregist saman úr 1.874 í 1.427 milljónir krónasem erlíka um þriðjungssamdráttur. Stóra stökkið eru atvinnutekjur af fiskeldi.

Atvinnutekjur 2017 á Vestfjörðum.
Atvinnutekjur 2008 á Vestfjörðum.
DEILA