Verbúðin opnar vefverslun

Verbúðin opnaði vefverslun sína í gær, mánudaginn 19. nóvember, en verslunin mun sérhæfa sig í vöru sem tengir fólk við Ísland og átthaga í öllum landshlutum, minjagripum, hönnun og fleira.

Að sögn forsvarsmanna Verbúðarinnar er ætlunin að fara hægt af stað og bæta við vöruúrval smám saman með tímanum. Þeir fagna hugmyndum og ábendingum um aukið vöruúrval og telja vel koma til greina að selja áhugaverðar vörur fyrir aðra í vefversluninni þegar fram líða stundir. Sjálfa vefverslunina má skoða hér.

Sæbjörg

sfg@bb.is

 

DEILA