Vakning í verkalýðshreyfingunni

Vestfirðingar á ASÍ þingi. Mynd:Kristinn H. Gunnarsson.

Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga  var áberandi á nýafstöðnu ASÍ þingi. Hann var þingforseti og atkvæðahæstur í miðstjórnarkjöri. Finnbogi segir að þingið hafi verið með þeim skemmtilegri sem hann hafi tekið þátt í. „Undirbúningsvinna bæði frá einstökum félögum og frá ASí sem stóðu fyrir fundum um land allt í aðdraganda þingsins smitaðist inn í þingið og þar var mikil þátttaka og mjög fjölbreytt umræða. Þar tóku til máls ekki bara formenn félaga heldur grasrótin og fólk af fjölbreyttu þjóðerni. Það er að verða vakning í verkalýðshreyfingunni“

„Á höfuðborgarsvæðinu er fólk á lágmarkslaunum að upplifa það að húsnæðiskostnaðurinn tekur mest öll launin“ segir Finnbogi og bætir því við að húsnæðismálin séu þar stóra málið. „Er það eðlilegur lóðakostnaður sé 4 – 7 milljónir króna pr íbúð? Af hverju stafar sá kostnaður? getur það veriðs vona dýrt fyrir sveitarfélögin að skaffa lóðir eða er þetta tekjuöflun þeirra?“ Þá var mikið gagnrýnt að sögn Finnboga að húsaleiga væri mjög há og lítið öryggi leigjenda.

Finnbogi sagði að ójöfnuðurinn væri orðinn mikill og því væri krafan nú jafna um krónutöluhækkun á laun, sem mynd yfir þriggja ára samningstíma draga úr honum.

DEILA