Uppskrift vikunnar: Lasagne

Halldór Ernir Hallsson er með uppskrift vikunnar.

Hráefni:

1 kg. nautahakk
2 laukar
1 dós diced tomatos
Salt og pipar
1 rauð paprika
Lasagne krydd
500 ml. rjómi
Oregano
Mynta
Dijon sinnep
Rjómapiparostur
Ananas
Ostur
Lasagne plötur
Smjör
Olía

Aðferð
2 laukar smátt saxaðir settir í pott og steiktir í smjöri. Bæta útí það dices tomatoes og látið malla saman.
Hakkið steikt upp úr olíu og kryddað með salti og pipar og sett í pottinn með lauknum og tómötunum og látið malla.
Smátt söxuð paprika látin brúnast á pönnu og bætt út í.
Lasagne kryddi helt yfir hakkið og hrært saman við og síðan rjómanum bætt við.
Oregano, myntu og dass af Dijon sinnepi bætt við.

Slatti af hakki sett í eldfast mót og lasagne plötur yfir, rjómapiparostur smurður á plöturnar. Síðan aftur dass af kjöti, þá nokkrar ananassneiðar og lokað með haug af osti. Að lokum er slatti af oregano stráð yfir allt saman.

Látið standa í 30 mín, síðan sett í 180 gráðu heitan ofn í 30-40 mín.
Látið standa í 10 mín eftir eldun.
Borið fram með brauði.

Ég vil skora á Gísla Snæ Smárason á Patreksfirði að koma með næstu uppskrift.

Halldór Ernir Hallsson

DEILA