Stefán frá Hvítadal: Allir dagar eiga kvöld

Elín Sveinsdóttir frá Ísafirði og Þórey Sigþórsdóttir frá Patreksfirði lásu ljóð úr bókinni.

Útgáfuhóf Kómedíuleikhússins vestfirska var haldið í gær í húsnæði Máls og menningar. Kynnt var veglegt ljóðaúrval Stefáns frá Hvítadal. Hefur það hlotið heitið Allir dagar eiga kvöld. Leikararnir Elín Sveinsdóttir, Sigurður Skúlason og Þórey Sigþórsdóttir, lásu úrval ljóða úr Allir dagar eiga kvöld og Elfar Logi sagði frá skáldinu.

Bókin er hin veglegasta og hefur Elfar Logi Hannesson greinilega lagt verulega vinnu í hana og flutti gott yfirlit yfir æviferil Stefáns Sigurðssonar frá Hvítadal.

Stefán frá Hvítadal fæddist í Hólmavík við Steingrímsfjörð 16. okt. 1887.  er talinn fyrsti einstaklingurinn sem fæddist þar sem þorpið Hólmavík stendur núna. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson, snikkari og kirkjusmiður, og Guðrún Jónsdóttir sem lengst bjuggu á Felli  í Kollafirði. Að mestu ólst hann upp hjá Jóni Þórðarsyni, frænda sínum, í Hvítadal í Saurbæ. Sautján ára gamall flutti hann að heiman og lagði stund á prentnám. Frá því þurfti hann snemma að hverfa sökum fótameins, sem olli því að hann missti hægri fót ofan við ökkla um tvítugt og gekk við gervifót síðan. Árið 1912 fór Stefán utan til Noregs. Þar smitaðist hann af lungnaberklum, sem hrjáðu hann til æviloka. Árið 1919 gekk Stefán að eiga Sigríði Jónsdóttur frá Ballará á Skarðsströnd og áttu þau tíu börn. Eftir Stefán liggja fjórar ljóðabækur auk fjölda kvæða og ljóða sem birtust í blöðum og tímaritum. Á þessu ári er rétt öld liðin frá útkomu fyrstu ljóðabókar hans söngvar förumannsins. Eitt af þekktustu ljóðum hans er Erla, góða Erla.

Myndirnar tók Kristinn H. Gunnarsson

Elfar Logi Hannesson.
Sigurður Skúlason, leikari.

Þórey Sigþórsdóttir, leikari.

Elín Sveinsdóttir, leikari.
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út ljóðasafn Stefáns frá Hvítadal.
DEILA