Tekið hafa gildi tvær nýjar reglugerðir félags- og jafnréttismálaráðherra þar sem kveðið er á um að félagasamtök, sjálfseignarstofnanir og aðrir þjónustu- og rekstraraðilar sem sinna félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk samkvæmt lögum þar að lútandi, skuli starfa á grundvelli starfsleyfis frá velferðarráðuneytinu.
Reglugerðirnar eiga sér stoð í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Umsjón og umsýsla vegna þessara starfsleyfa verður hjá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar sem tekur á móti umsóknunum og annast útgáfu þeirra í nafni ráðuneytisins.