Sæbjörg Flateyri: nýr bátur

Frá athöfninni á Flateyri.

Björgunarsveitin Sæbjörg tók í notkun um helgina nýjan og glæsilegan björgunarbát. Séra Fjölnir Ásbjörnsson blessaði bátinn sem fékk nafnið Stella. Magnús Einar Magnússon, formaður sveitarinnar sagpi i samtali við bb.is að ákveðið hefði verið í byrjun sumars að ráðast í kaupin. Svo vel gekk að safna fyrir bátnum að kaupverðið með öllu sem fylgir 6,7 milljónir krona er að fullu greitt. Báturinn er keyptur frá Hull og GG Sport í Kópavogi flutti bátinn inn. Han er vel búinn tækjum. Í sveitinni voru 12 manns en hefur heldur betur fjölgaði eftir að Lýðháskólinn tók til starfa og nú er um 20 manns í björgunarsveitinni.

Stella, sem báturinn heitir eftir,  hefur verið í sveitinni frá 12 ára aldri sem er allnokkur tími í ljósi þess að hún varð níræð í september síðastliðinn. Húsnæði sveitarinnar heitir Guðnabúð, í höfuðið á eiginmanni hennar.

Myndirnar sem fylgja tók Páll Önundarson.

Sr Fjölnir og Magnús Einar.

DEILA