Reykhólar: Boðar R leiðina ?

Frá fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps með Multiconsult og Vegagerðinni sl. föstudag. Mynd:Reykhólar.

Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Reykhólahrepps skrifar á vef Reykhóla um vegamálin. Kynnir hann þar ákvörðun sveitarstjórnar um að láta vinna valkostagreiningu, sem hann segir vera milli tveggja kosta: „Verið er að skoða tvo legukosti sem báðir þykja raunhæfir, annars vegar láglendisveg um Reykhóla með um 800 m langri brú yfir Þorskafjörð og hins vegar veg yfir Teigsskóg og áfram um fjarðarmynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar.“

Þetta þýðri að hugmyndir að jarðgangaleið, sem haldið hefur verið fram af sumum heimamanna, virðist vera komin út af borðinu.

Valkostagreiningina  rökstyður sveitarstjórinn með tilvísun í úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi úr gildi leyfi fiskeldisfyrirtækja í Patreksfirði og Talknafirði með þeim rökum að ekki hefði farið fram greining á öðrum kostum en sjókvíaeldi.   gert er ráð fyrir að skýrslan verði tilbúinn eftir þrjár vikur og „getur Reykhólahreppur ákveðið endanlega hvort vegur um Reykhóla eða Teigsskóg verður fyrir valinu. Þegar sú ákvörðun liggur fyrir verður tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps auglýst“ segir Tryggvi Harðarson.

Athygli vekur að Tryggvi heldur því fram að ef R leiðin verði fyrir valinu muni það „má skv. upplýsingum frá Skipulagsstofnun gera ráð fyrir því að ferlið við umhverfis- og skipulagsmálin gæti hugsanlega seinkað veglagningu um 0,5 til 1 ár miðað við Teigsskógarleiðina, án þess að mögulegar kærur séu teknar með í reikninginn.“

Lokaorðin eru að ekkert sé því til fyrirstöðu að Vegagerðin geti hafist handa nú þegar við lagfæringar á veginum um Ódrjúgsháls, Brekkubarm og Gufudal. Jón Atli Játvarðsson, Reykhólum  segir í athugasemd við grein sveitarstjórans: „Þ-H leiðinni fylgdi veglagning austanvert í Djúpafirði fyrir vegsamband í Djúpadal. Þessar síðustu tvær línur í fréttinni eru því miðað við það sterkar vísbendingar um að fara eigi R leið.“

DEILA