MMR: Sjálfstæðisflokkurinn undir 20%

Stöplarit yfir fylgi við stjórnmálaflokkana skv. nýrri könnun MMR. Mynd: MMR.

Sjálfstæðisflokkurinn mældist með stuðning 19,8% landsmanna í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 8.-12. nóvember og var að birtast nú fyrir fáum mínutum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkaði um eitt prósentustig frá síðustu mælingu sem lauk 22. október. Samfylkingin mældist með 16,6% fylgi, Miðflokkurinn með 12,1% fylgi og Vinstri græn með 11,5% fylgi, sem er svipað fylgi og flokkarnir þrír mældust með í síðustu könnun. Píratar töpuðu tæplega tveimur prósentustigum af fylgi sínu frá síðustu könnun og mældust með 11,3% fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina fer minnkandi en 37,9% sögðust styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 43,2% í síðustu mælingu.

Fylgi Framsóknarflokks mældist nú 8,8% og mældist 7,8% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 7,8% og mældist 9,9% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 7,3% og mældist 5,9% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 4,7% samanlagt.

DEILA