Minjavernd greiðir borginni 28 mkr.

Frá flutningi hússins af Laugavegi 36 Reykjavík.

Frá því er skýrt í Morgunblaðinu á fimmtudaginn að Minjavernd greiði Reykjavíkurborg 28 milljónir króna fyrir byggingarréttinn og gatnagerðargjöld fyrir lóðina að Starhaga 1 í Reykjavík.

Húsið, sem áður stóð við Laugaveg 36, var flutt 2014 þar sem rýma þyrfti fyrir hóteli. Reykjavíkurborg lagði áherslu á að húsið yrði ekki rifið og tók Minjavernd að sér, að beiðni Reykjavíkurborgar, að flytja húsið og finna því samastað í samvinnu við Reykjavíkurborg og annast og kosta endurgerð þeirra.

DEILA