Miðstjornarfundur Framsóknar: ríkisstjórnarsamstarfið traust

Frá miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins að Smyrlabjörgum.

Framsóknarflokkurinn hélt miðstjórnarfund um helgina að Smyrlabjörgum í Skaftafellssýslu.

Í ræðu formanns flokksins, Sigurðar Inga Jóhannssonar, kom fram að ríkisstjórnarsamstarfið væri traust, það byggði á samvinnu og trausti á milli fólks. Markmiðið væri skýrt: að koma Íslandi í fremstu röð á sem flestum sviðum og efla samkeppnishæfni þjóðarinnar.

Sigurður sagði að unnið væri að frumvarpi um að fjarlægja húsnæðisliðinn úr vísitölu neysluverðs og 40 ára verðtryggð húsnæðislán væru eitraður kokteill.  Tryggja þyrfti möguleika fyrstu kaupenda og tekjuægri hópa til að eignast húsnæði. Lausnin væri að auka framboð á höfuðborgarsvæðinu og taka á kostnaðinum annars staðar. Þá vék formaður Framsóknarflokksins að svissnesku leiðinni:

„Að þessum málum er Ásmundur Einar að vinna og að samþætta svokölluðu svissnesku leið. Og það einmitt eitt af okkar kosningaloforðum. Fyrir rúmu ári síðan þá var eitt af kosningaloforðum Framsóknarflokksins að nýta lífeyrissjóðsgreiðslur til húsnæðiskaupa. Við sölu íbúðarinnar er iðgjaldinu skilað aftur inn í lífeyrissjóðinn. Við viljum fara svissnesku leiðina. ASÍ sagði þessa leið vera galna. Síðan þá hefur húsnæðisverð hækkað, og fyrir þá sem eiga húsnæði þá myndi sú ávöxtun teljast bærileg til að komast yfir hjallann.“

Sigurður Ingi kom víða við í ræðu sinni

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.

en um fiskeldi sagði hann:

„Við erum einnig að horfa á ótrúleg átök sem varða fiskeldi sem er tiltölulega nýja atvinnugrein. Við höfum fullan skilning á að hagmunir eru í að vernda villtan laxinn, þess vegna er fiskeldi á afmörkuðum svæðum. Við skiljum að það eru gríðarlega verðmæti fólgin í því að halda áfram að byggja áfram upp þann hluta. Við skiljum líka að þau svæði sem hafa verið í uppbyggingu á fiskeldi þurfa að hafa möguleika á að blómstra. Við erum umhverfissinnaður flokkur. Þess vegna munum við finna jafnvægi á milli þessara hagsmuna, þeirra sem vilja vernda og nýta. Eitt útilokar ekki annað og báðir aðilar eiga að geta blómstrað á Íslandi. Við stöndum með þeim byggðum sem eiga undir högg að sækja. Við þurfum nýjar útflutningstekjur, en um leið að skilja báða hagsmuni.“

Á fundinum var ssvo samþykkt sérstök ályktun þar sem lýst var yfir stuðningi við áframhaldandi uppbyggingu fiskeldis.

DEILA