Fram kemur í umsögn Óttars Yngvasonar lögmanns f.h. kærenda í máli Arnarlax og Arctic Sea Fram að hver stöng í laxveiðiá er metin á 500 milljónir króna. Í Langadalsá voru 3 stangir til 10. júlí í sumar en 4 stangir eftir það. Árstekjur í Langadalsá voru hins vegar aðeins um 10 milljónir króna, eins og fram kom í blaðinu Vestfirðir á sínum tíma.
Þá eru árstekjur veiðiréttarhafa í Laugardalsá líka um 10 millónir króna. Þar eru seldar 2 – 3 stangir og samkvæmt umsögn Óttars er þá verðmæti veiðiréttindanna 1 – 1,5 milljarður króna. Kemur einnig fram í umsögninni að verðmæti 100 stærsti laxveiðiánna sé um 200 milljarðar króna. Beinar árlegar tekjur af stangveiði eru ekki fáanlegar en samkvæmt fyrirliggjandi heimildum eru þær innan við 2 milljarðar króna á ári.
Engin störf eru gefin upp vegna laxveiða í þessum tveimur ám.