MAST: Opnað fyrir skil á haustskýrslum 2018

Matvælastofnun hefur opnað fyrir skráningar haustskýrslna í Bústofni, www.bustofn.is. Í samræmi við lög um búfjárhald  skulu umráðamenn búfjár árlega skila inn haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og landstærðir.

Matvælastofnun ætlast til að allir umráðamenn hrossa skili haustskýrslum en athygli er vakin á að búfjáreigendur sem eingöngu hafa umráð yfir hrossum geta nú bæði skráð haustskýrslu og sótt upplýsingar í gegnum WorldFeng.

Allir búfjáreigendur geta með auðveldum hætti gengið frá haustskýrslu í Bústofni. Aðgangur að Bústofni fæst með rafrænum skilríkjum eða kennitölu og Íslykli.

DEILA